Tag Archives: pilsner

Jiffy

Ég var spurður hvort ég gæti skaffað bjór fyrir spilakvöld sem átti að halda innan fárra vikna. Vitandi það að þeir sem myndu drekka bjórinn væru flestir fótboltabullur og lélegir bjórdrykkjumenn þá ákvað ég að henda í einn léttan Pilsner, eða svona næstum því Pilsner.

Ég var ósköp latur þegar ég var að þessu, nennti til dæmis ekki að sjóða í þessar klassísku 90 mín sem á að gera með Pilsner malt svo ég gerði bara 60 mín, ég meskjaði þó í 90 mín til að ná sem mestu út úr korninu.

Jiffy dregur í raun nafn sitt og stíl af tímaskráningarverki, þ.e. verk sem átti að vera lítið sem ekkert skráð á en reyndist svo risastórt og skapaði smá biturleika hjá yfirmönnum. Fyrir vikið tók ég Pilsner stílinn sem á að vera frekar léttur (<5%) og lítið beiskur og gerði hann sterkari með meiri beiskju, samt ekkert óbærilegt.

Bjórinn endaði alveg ljómandi fínn, ekki alveg minn tebolli en var nokkuð vinsæll hjá pöpulnum og kláraðist hratt og örugglega. Einn mjög stór kostur við þennan bjór er hversu ódýr hann er í framleiðslu.

Bruggdagur: 23.01.2016

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/Jiffy.xml]