Tag Archives: dubbel

Herra Belgur

Herra Belgur er mín fyrsta tilraun við blautger og var starterinn gerður aðeins sólarhring fyrir bruggdag, meskjaður úr 420g pale malti og gerjaður í 2ja lítra pastakrukku úr IKEA, engin segulhræra eða kolba til aðstoðar.

Þessi fór ágætlega af stað, first runnings var um 18 brix, var með pre-boil volume upp á 25L og að því er virtist 15 brix virt. Bætti við sýrópinu og sá tölu upp á 18 brix og allt leit svona líka ljómandi vel út.

Sauð virtinn á svölunum þrátt fyrir kalt veður en ætlunin var að nota “no chill” aðferðina svo þetta hentaði ágætlega. Þarf bara að muna næst að ef ég ætla að hafa 2 element í gangi þá er vissara að hafa að minnsta kosti 16A öryggi á tenglinum.

Mælingar virðast hafa farið frekar illa, ég veit ekki hvað fór úrskeiðis en post boil sýndi mælirinn hjá mér aðeins 15 brix, sem er 3 heilum lægra en pre-boil á að vera og þar sem sykurinn gufar ekki upp þá er nokkuð ljóst að mælingarnar voru ekki réttar. Leiðrétti þetta með því að bæta 410g af hvítum sykri útí, enda í 18 brix og nokkuð ósáttur.

Heildarmagn endaði í um 22L eftir gerjun, líklega hefur suðan á svölunum haft eitthvað um þetta að segja þar sem uppgufunin er venjulega mun meiri en auk þess fleytti ég ekki ofan af starternum og því 2L af vondum bjór aukalega með.

Þetta hljómar allt eins og bjórinn hafi farið illa og ekki verið góður en það merkilega er að þetta er bara einn af þeim betri sem ég hef fengið. Virkilega skemmtilegur karakter úr gerinu (gerjað við 23-24°C til að byrja með en hitinn í geymslu lækkaði allt niður í 17°C í lokin) og almennt ljómandi góður bjór.

Bruggdagur: 28.12.2015

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/HerraBelgur.xml]