Tag Archives: chinook

Herra Bjórdagur

Þessi heitir reyndar á frummálinu “Hop Fiction” og kemur frá brugghundunum í Skotlandi. Þar sem að bókin er nokkuð opin hvað varðar tímasetningar og magn þá notaði ég uppskriftina frá þeim sem grunn að þessum bjór og leyfi ég mér því að gefa honum nýtt nafn sem hann dregur af bjórdeginum mikla sem jafnframt var bruggdagurinn.

Ég ákvað að nota tækifærið fyrst brew.is var að bjóða upp á blautger að slá til og prófa eitthvað annað en US-05, skellti mér því á “San Diego Super” (Turbo jäst?)  sem er WLP090. Gerði ekki starter þar sem bjórinn er nokkuð léttur (1.049) og gerið mjög nýtt. Kom á daginn að þetta var bara alveg ljómandi fín hugmynd, gerið svínvirkaði og kláraði sig af á innan við viku.

Notaði tækifærið og prófaði að tengja STC-1000 boxið sem ég smíðaði fyrir nokkru síðan og gerjaði þennan við 19°C í viku og setti svo niður í 14°C til að þurrhumla í rúma viku.

Þessi er alveg virkilega skemmtilegur og ég á eftir að njóta þess að drekka hann í góðra vina hóp í sumarbústað og heitum potti eftir hálfan mánuð.

Bruggdagur: 01.03.2016

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/HerraBjordagur.xml]

Jiffy

Ég var spurður hvort ég gæti skaffað bjór fyrir spilakvöld sem átti að halda innan fárra vikna. Vitandi það að þeir sem myndu drekka bjórinn væru flestir fótboltabullur og lélegir bjórdrykkjumenn þá ákvað ég að henda í einn léttan Pilsner, eða svona næstum því Pilsner.

Ég var ósköp latur þegar ég var að þessu, nennti til dæmis ekki að sjóða í þessar klassísku 90 mín sem á að gera með Pilsner malt svo ég gerði bara 60 mín, ég meskjaði þó í 90 mín til að ná sem mestu út úr korninu.

Jiffy dregur í raun nafn sitt og stíl af tímaskráningarverki, þ.e. verk sem átti að vera lítið sem ekkert skráð á en reyndist svo risastórt og skapaði smá biturleika hjá yfirmönnum. Fyrir vikið tók ég Pilsner stílinn sem á að vera frekar léttur (<5%) og lítið beiskur og gerði hann sterkari með meiri beiskju, samt ekkert óbærilegt.

Bjórinn endaði alveg ljómandi fínn, ekki alveg minn tebolli en var nokkuð vinsæll hjá pöpulnum og kláraðist hratt og örugglega. Einn mjög stór kostur við þennan bjór er hversu ódýr hann er í framleiðslu.

Bruggdagur: 23.01.2016

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/Jiffy.xml]

Punk IPA

Gerði Punk IPA skv. fyrri uppskrift fyrir nokkru síðan og kom ljómandi vel út og ákvað að prófa 40L uppskrift í nýju HERMS græjunum. Brew.is átti því miður ekki Nelson Sauvin en átti von á nýrri uppskeru í næstu viku, ég gat ekki beðið svo lengi svo ég skipti þeim út fyrir Amarillo. Reyndar á Amarillo að vera í þessu skv. brew sheet hjá Brew Dogs en það var ekki í klón uppskriftinni sem ég fann á hinu stóra interneti. Uppskriftirnar fylgja hér, sú fyrri kom ljómandi vel út og var mjög góð, sú seinni bíður dóms (ETA 4 vikur)

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/Punk-IPA1.xml]

Punk IPA með Amarillo í stað Nelson Sauvin.
[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/Punk-IPA-Variation.xml]