Category Archives: Belgian Blonde

Leifur Hnakki

Þegar ætlunin er að bjóða fólki upp á bjór í heimabæ hnakkans á Selfossi þá er ekkert annað í boði en að bjóða upp á hressandi Blonde, nánar tiltekið nokkurkonar Leffe klón og þá er aðeins í boði að bjórinn heiti Leifur Hnakki.

Styrian Goldings voru reyndar ekki til hjá brew.is að þessu sinni en Hrafnkell deyr ekki ráðalaus þegar maður kemur til hans og var snöggur að stinga upp á East Kent Goldings í staðin. Við ákváðum líka að breyta til í gerinu og fórum soldið villta leið, tókum “bland í poka” ger frá White Labs sem nefnist WLP575.

Starterinn fyrir þetta ger fór frekar illa, það freyddi all svakalega og allt út um allt, á tímabili hélt ég jafnvel að við ættum ekki nóg ger fyrir 40L en það virðist hafa bjargast.

Þessi hefur ekki verið smakkaður enn þegar þetta er ritað en höfund hlakkar mikið til að smakka hann.

Bruggdagur: 07.03.2016

[beerxml recipe=http://brew.virtual-guy.com/wp-content/uploads/LeifurHnakki.xml]